Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn synti aftur undir HM50 lágmarki

18.05.2019

Anton Sveinn McKee er að keppa þessa helgi á móti í Bloomington í Indiana í Bandaríkjunum.  Anton Sveinn synti í undanúrslitum í gær föstudag, 100m bringusund á tímanum 1:01:46.

Anton synti síðan í úrslitum í gærkvöldi á tímanum 1:00:62 sem er mjög nálægt íslandsmeti hans í greininni, 1:00:45 sem hann setti í ágúst 2018. Anton varð þriðji í greininni, þetta er flottur árangur hjá Antoni en hann er búinn að vera undir miklu æfingaálagi undanfarnar vikur.

Anton syndir 50m bringusund í dag laugardag og 200m bringusund á morgun. 

Þetta mót er liður í undibúningi Antons Sveins fyrir Smáþjóðaleikana sem fram fara í Svartfjallalandi 28. - 30. maí n.k.

Hægt er að fylgjast með live timing hér : http://www.swmeets.com/Realtime/Pro%20Series/2019/Bloomington/

Heimasíða mótsins :  https://www.usaswimming.org/utility/event-pages/event-detail/2019/05/16/default-calendar/tyr-pro-swim-series-at-bloomington

Til baka